CCP kaupir útgáfuréttinn á EVE til baka

Tölvu­leikja­fyr­ir­tækið CCP hef­ur keypt til baka út­gáfu­rétt­inn á leikn­um EVE-On­line, sem það seldi banda­ríska út­gáfu­fyr­ir­tæk­inu Simon & Schuster In­teracti­ve í apríl 2002.

Simon & Schuster, sem er dótt­ur­fyr­ir­tæki Banda­ríska fjöl­miðlaris­ans Viacom, keypti út­gáfu­rétt­inn á leikn­um í Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu og Kan­ada. Kaup­verð er ekki gefið upp.

Sig­urður Ólafs­son markaðsstjóri CCP seg­ir ástæðu kaup­anna þá að Simon & Schuster hafi lagt niður tölvu­leikja­deild fyr­ir­tæk­is­ins. Hann seg­ir þá staðreynd að út­gef­andi leiks­ins hafi lagt upp laup­ana ófyr­ir­séða og mik­il von­brigði. "Þetta er ekki í sam­ræmi við þann kraft sem virt­ist búa í þeim þegar við skrifuðum und­ir samn­inga við þá í upp­hafi síðasta árs.

Við seld­um dreif­ing­arþátt­inn á sín­um tíma til að minnka áhætt­una í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins og feng­um vel greitt fyr­ir. Þegar dreif­ing­ar­fyr­ir­tækið ákveður síðan að hætta starf­semi töld­um við væn­leg­asta kost­inn að kaupa út­gáfu­rétt­inn til baka til að ná fullri stjórn yfir EVE-on­line, sem við erum bún­ir að eyða mikl­um pen­ing­um og tíma í," sagði Sig­urður Ólafs­son.

"Þetta mark­ar ákveðin tíma­mót fyr­ir CCP þar við stjórn­um sölu- og markaðssetn­ingu leiks­ins með ákveðnari hætti en áður og ætl­um við að not­færa okk­ur þau sókn­ar­færi sem sú staða býður upp á. Frá og með gær­deg­in­um byrjuðum við að bjóða upp á kaup á leikn­um í gegn­um netið með niður­hleðslu beint til kaup­enda, en slíkt var ekki hægt áður þar sem Simon & Schuster höfðu ein­göngu selt leik­inn í köss­um úti í búð og stóðu í vegi fyr­ir þess­ari dreif­ing­ar­leið.

Héðan í frá get­ur fólk allsstaðar í heim­in­um hlaðið leikn­um niður af heimasíðu leiks­ins www.eve-on­line.com gegn gjaldi og byrjað að spila. Greitt er áskrift­ar­gjald einu sinni í mánuði sem er 13 Banda­ríkja­dal­ir, eða tæp­ar 1000 krón­ur."

Sala und­ir vænt­ing­um

Um sam­keppn­ina í flokki fjölþátt­töku­leikja seg­ir Sig­urður að lík­lega séu um 10-15 leik­ir af sömu stærðargráðu og EVE-On­line í hinum vest­ræna heimi, þ.e. leik­ir með 30.000 eða fleiri not­end­ur. Sig­urður seg­ir aðspurður að sölu­töl­ur fyr­ir­tæk­is­ins séu und­ir vænt­ing­um eins og hann orðar það, en seg­ir að sal­an sé stöðug og bundn­ar séu mikl­ar von­ir við kom­andi jóla­versl­un, sem hann seg­ir vera helsta sölu­tíma tölvu­leikja í heim­in­um.

Starfs­menn CCP eru 30, auk þess sem 30 manns starfa hjá Sím­an­um við þjón­ustu leiks­ins all­an sól­ar­hring­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert