Microsoft stefnir að útgáfu á Longhorn árið 2006

Bill Gates stjórnarformaður Microsoft.
Bill Gates stjórnarformaður Microsoft.

Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft segist stefna að því að gefa út næstu útgáfu Windows stýrikerfisins, sem hefur gengið undir nafninu Longhorn, seint á árinu 2006. Til þess að það takist verður fyrirtækið að hætta endurhönnun á WinFS, sem er nokkurs konar geymslukerfi i Longhorn. WinFS miðar að því að auðvelda flokkun, söfnun og miðlun upplýsinga og gagna í stýrikerfinu.

Microsoft hefur þurft að fresta útgáfu Longhorn í nokkur skipti. Nú stefnir fyrirtækið að útgáfu á stýrikerfinu á fimm ára afmæli Windows XP, að sögn BBC. Útgáfan er ekki síst talin mikilvæg fyrir framleiðendur tölva sem sjá aukna sölu í tölvum með tilkomu nýs stýrikerfis.

Fram kemur að framleiðsla á WinFS sé mikilvæg einkum í ljósi þess að geymslurými í tölvum hafi vaxið gríðarlega án þess að leitarskilyrði í Windows séu tekin til endurskoðunar. Hins vegar ekki gert ráð fyrir að WinFS verði til staðar fyrr en í útgáfu Longhorn á síðari stigum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert