Mozilla Firefox hefur unnið á í baráttunni um hylli vafranotenda, en þrjár milljónir manna náðu sér í útgáfu 0,8 og sex milljónir útgáfu 0,9. Yfir 160.000 manns hafa náð sér í prufueintak af Firefox 1,0, en sú útgáfa kom út í vikunni. Markaðshlutur Internet Explorer hefur minnkað um 1,8% á síðustu þremur mánuðum, en hann nemur 93,7%. Í júní náði hann sögulegu hámarki þegar hann var 95,5%.
">
Firefox-vafrinn þykir hraðvirkari en Internet Explorer, auk þess sem hann býður upp á ýmsa möguleika sem IE býður ekki upp á. Þá hafa öryggisgallar í Internet Explorer stuðlað að því að neytendur hafa í auknum mæli snúið sér að Firefox-vafranum.