Svíar eru ekki lengur í efsta sæti meðal þeirra þjóða sem fremstar eru í upplýsingatækni. Við hlutverki þeirra hafa Danir tekið, samkvæmt könnun sem greiningarfyrirtækið IDC hefur gert meðal 53 landa.
Fjögur ár í röð var Svíþjóð í efsta sæti á lista yfir ríki sem talin eru standa fremst á sviði upplýsingatækni. Í könnun sinni lagði IDC fjögur mismunandi atriði til grundvallar er það reiknaði út svonefnda „vísitölu upplýsingatæknisamfélagsins“ fyrir árið 2004.
Þessi atriði eru tölvueign, nettengingar, fjarskipti og félagslegir þættir, sem tengja þrjá fyrstnefndu þættina saman og gera þjóðum kleift að nýta sér þá kosti sem ný tækni býður upp á, að því er fram kemur í sænska blaðinu Svenska dagbladet í dag.
Í þriðja sæti nú eru Bandaríkin en þau voru í 8. sæti í fyrra. Sviss og Kanada hafa færst upp listann en Holland, Finnland og Noregur fallið á honum. Noregur er nú í 9. sæti en var í öðru sæti árið 2002.
Fæst stig í útreikningum IDC fengu Indónesía, Víetnam, Tyrkland og Indland.
Efstu sætin á lista IDC yfir fremstu þjóðir á sviði upplýsingatækni eru annars sem hér segir og í svigum er sæti viðkomandi lands árið áður: