Xbox-leikurinn Halo 2 frá Microsoft slö öll met þegar hann kom út í gær. Leikurinn seldist fyrir 125 milljónir dollara, eða sem nemur 8,5 milljörðum íslenskra króna, í Bandaríkjunum og Kanada á fyrsta söludegi, sem er meira en nokkur kvikmynd hefur aflað á einum degi.
Leikurinn var settur í sölu víðs vegar um heim á miðnætti 11. nóvember, meðal annars hér á landi hjá Expert og BT. Leikurinn var hins vegar settur í hillur í BT síðdegis daginn áður, en starfsmaður fyrirtækisins sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að það hefði verið óvart.