Fyrirtækið Ontrack Data Recovery hefur tekið saman lista yfir furðulegustu tölvuóhöpp sögunnar. Í efsta sæti er maður sem setti harða diskinn sinn í fyrsti, eftir að hafa lesið á netinu að það gæti lagað bilaðan tölvubúnað. Annar eyddi óvart öllum skjölum sem hann ætlaði að geyma og komst ekki að því fyrr en hann var búinn að tæma ruslakörfuna („recycle bin“) og raða gögnum upp á nýtt („defragment“) á harða diskinum.
Sérfræðingar í því að endurheimta gögn í tölvum segja að mannleg mistök séu ástæðan í mörgum tilfellum, þótt sú algengasta sé bilun í tölvubúnaði. BBC hefur eftir sérfræðingum að notendur ættu alltaf að gera varaafrit af gögnum sínum, sama hversu tæknin við að bjarga skjölum verði góð.