Varað við Internet Explorer á Norðurlöndum

Microsoft Internet Explorer.
Microsoft Internet Explorer.

Op­in­ber­ar stofn­an­ir í Finn­landi og Svíþjóð hafa varað neyt­end­ur við að nota In­ter­net Explor­er vafrann frá Microsoft, vegna ör­ygg­is­veilna. Sömu­leiðis hef­ur Cert viðvör­un­arþjón­ust­an í Dan­mörku sent frá sér svipaða til­kynn­ingu. Friðrik Skúla­son, sér­fræðing­ur í tölvu­veir­um, seg­ir að slíkt sé ekki í verka­hring neinn­ar op­in­berr­ar stofn­un­ar á Íslandi. Hann var­ar ekki sér­stak­lega við In­ter­net Explor­er frek­ar en öðrum vöfr­um, svo lengi sem sótt­ar séu ör­ygg­is­upp­færsl­ur frá Microsoft.

Friðrik seg­ir að In­ter­net Explor­er sé með mýgrút af ör­ygg­is­veil­um. „Sú nýj­asta er í jpg-mynd­um. Hægt er að koma því svo fyr­ir að sá sem opn­ar mynd­ina í vafr­an­um fær kóða á vél­ina sína. Þess vegna er hægt að setja slíka mynd á vefsíðu og þá þarf ekki annað til en að heim­sækja þá síðu til að fá veiru á vél­ina sína.“

Friðrik seg­ir að ör­ygg­is­glopp­ur í Microsoft hug­búnaði hafi verið viðvar­andi vanda­mál í mörg ár. „Þó ber ekki að álykta sem svo að Microsoft hug­búnaður sé óör­ugg­ari en ann­ar hug­búnaður. Það er ein­fald­lega vegna þess hversu út­breidd­ur hann er sem ýms­ir vafa­sam­ir aðilar leita að ör­ygg­is­hol­um í hug­búnaðinum og nýta sér þær,“ seg­ir hann.

„Menn eru auðvitað ör­ugg­ari, ef þeir eru með sjald­gæfari hug­búnað á borð við Operu vafrann og Lin­ux stýri­kerfið. Það er ekki vegna þess að hann sé ör­ugg­ari, held­ur ein­fald­lega vegna þess að færri reyna að nýta sér ör­ygg­is­glopp­urn­ar,“ seg­ir hann.

Þeir sem nota Microsoft hug­búnað og sækja ekki ör­ygg­is­upp­færsl­ur reglu­lega eru að bjóða hætt­unni heim, að sögn Friðriks. „Það er svo­lítið eins og að skilja úti­dyrn­ar hjá sér eft­ir opn­ar,“ seg­ir hann. Hann seg­ir að fólk ætti að vera nokkuð ör­uggt ef það still­ir Windows stýri­kerfið á sjálf­virka upp­færslu. „Það hjálp­ar til. Venju­lega líða a.m.k. 1-2 vik­ur frá því Microsoft til­kynn­ir um ör­ygg­is­hol­una þar til ein­hverj­ir fara að nýta sér hana. Það er mjög sjald­gæft að ein­hver finni ör­ygg­is­veil­ur á und­an Microsoft. Vanda­málið er hins veg­ar að marg­ir eru að nota gaml­ar út­gáf­ur af stýri­kerf­inu og hafa ekki sótt ör­ygg­is­upp­færsl­ur mánuðum sam­an. Þeir eru bara mögu­lega illa stadd­ir.“

Friðrik seg­ir að al­var­leg­ar ör­ygg­is­veil­ur í In­ter­net Explor­er skipti nokkr­um tug­um á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert