NASA: 2004 fjórða heitasta árið á jörðinni frá því mælingar hófust

Vís­inda­menn við banda­rísku geim­ferðastofn­un­ina, NASA, greindu frá því í dag, að 2004 hafi verið fjórða heit­asta ár á jörðinni frá því hita­mæl­ing­ar hóf­ust um heim all­an í lok nítj­ándu ald­ar. Megin­á­stæðan sé gróður­húsa­áhrif, en einnig hafi El Nino-straum­ur­inn í Kyrra­hafi lagt sitt að mörk­um.

„Und­an­far­in þrjá­tíu ár hef­ur hita­stigið greini­lega farið stig­vax­andi, og sýnt hef­ur verið fram á að þessi hita­aukn­ing sé fyrst og fremst af­leiðing þess að magn gróður­húsaloft­teg­unda í and­rúms­loft­inu hef­ur auk­ist,“ sagði James Han­sen, veðurfars­fræðing­ur hjá NASA.

Heit­asta árið sem mælst hef­ur var 1998, síðan 2002 og 2003. Í fyrra var meðal­hiti á jörðinni 14 gráður, sem er 0,48 gráðum heit­ara en nokk­urt ár á bil­inu 1951-1980.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert