Skráning léna með íslenskum rithætti vekur spurningar

Ensím ehf., umboðs- og heildverslun, sem á lénið ensim.is, hyggst leita réttar síns vegna þess að annað fyrirtæki hefur eignast lénið ensím.is.

Eins og greint var frá í Morgunblaðinu sl. mánudag hefur Internet á Íslandi (ISNIC), sem skráir lén með endingunni .is, boðið upp á skráningu lénnafna með íslenskum stöfum frá 1. júlí í fyrra.

Helgi Jónsson, framkvæmdastjóri ISNIC; sagði í samtali við Morgunblaðið að handhafar lénnafna, sem hægt var að varpa yfir í íslensk nöfn, hefðu átt forgang að því að skrá lén með íslenskri útgáfu lénnafna til síðustu áramóta.

Bernhard Palmqvist Svendsen, framkvæmdastjóri Ensím ehf., hefur haft samband við samkeppnisráð og kannað sína stöðu. Hann segist telja að rétturinn sé sín megin, ef marka má úrskurði samkeppnisráðs í hliðstæðum málum. Hann kvaðst og hafa lýst óánægju sinni við Internet á Íslandi með það að íslensk útgáfa léns hans skyldi vera seld öðrum. Nánar er greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert