Þrjú ár fyrir ólöglegar afritanir

Sjóræningjaútgáfa keypt í Makedóníu
Sjóræningjaútgáfa keypt í Makedóníu

Þeir sem setja kvikmyndir og tónlist á Netið með það í huga að deila þeim með öðrum netverjum geta átt á hættu að hljóta allt að þriggja ára fangelsisdóm fyrir athæfið.

Stjórnvöld í Bandaríkjunum samþykktu í síðustu viku lög sem kveða á um aukna hörku gegn þeim sem setja kvikmyndir sem enn á eftir að sýna og óútgefna tónlist eftir þekkta tónlistarmenn á Netið. Þá geta þeir sem mæta í kvikmyndahús með stafræna upptökuvél búist við allt að þriggja ára fangelsisdómi.

Samtök kvikmyndaframleiðenda í Bandaríkjunum (MPAA) fagnaði samþykktinni og vonast talsmenn samtakanna til þess að aðgerðirnar bindi enda á sjóræningjastarfssemina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka