Síminn býður upp á bíómyndir heim í stofu

Viðskipta­vin­ir ADSL-þjón­ustu Sím­ans munu í haust geta valið úr hundruðum kvik­mynda og þátta til að kaupa heima í stofu þegar Sím­inn hleyp­ir af stokk­un­um mynd­banda­leigu í sjón­varpi.

Áhorf­end­ur munu eiga ákveðna inn­eign sem þeir geta notað til að kaupa sér efni og klárist inn­eign­in geta þeir bætt við hana. Áhorf­end­ur kaupa þó efnið ekki til eign­ar held­ur er um tíma­bund­inn aðgang að ræða og fá þeir send­an reikn­ing fyr­ir notk­un mánaðarlega.

Þjón­ust­an verður hluti af sjón­varps­út­send­ing­um Sím­ans í gegn­um ADSL, sem hóf­ust í nóv­em­ber í fyrra í tíu bæj­ar­fé­lög­um úti á landi og hefjast á höfuðborg­ar­svæðinu á næstu vik­um, að sögn Þórs Jes Þóris­son­ar, fram­kvæmda­stjóra hjá Sím­an­um. Til þess að ná út­send­ing­un­um og geta keypt sér kvik­mynd eða sjón­varpsþátt þarf mótald og afrugl­ara, en hann geta all­ir viðskipta­vin­ir ADSL-þjón­ustu Sím­ans fengið sér að kostnaðarlausu. Stefnt er að því að fjölga sjón­varps­rás­un­um upp í 60 fljót­lega þannig að þær verði jafn­marg­ar og á breiðband­inu í dag.

Svipað verð og á mynd­banda­leig­um

Verð á kvik­mynd­um og þátt­um sem áhorf­end­ur geta valið úr hef­ur ekki end­an­lega verið ákveðið en Þór reikn­ar með að það verði svipað og á mynd­banda­leig­um. Stefnt er að því að nýta mögu­leika gagn­virks sjón­varps enn frek­ar og seg­ir Þór m.a. horft til þátt­töku áhorf­enda heima í stofu, t.d í spurn­inga­leikj­um eða raun­veru­leikaþátt­um.

Með til­komu sjón­varps­út­send­ing­anna nýt­ir Sím­inn nú síma­lín­ur und­ir talsíma, net og sjón­varps­út­send­ing­ar og seg­ir Þór stefnt að því að auka samþætt­ingu milli þess­ara þriggja þátta. Þannig megi t.d. hugsa sér að hægt verði að senda texta­skila­boð í sjón­varp­inu til vina og fé­laga sem eru að horfa á sama sjón­varps­efni, fá upp­lýs­ing­ar um núm­er þess sem hring­ir í talsím­ann á sjón­varps­skján­um og í framtíðinni koma upp svo­kölluðum "víd­eósíma", þar sem hægt verður að sjá þann sem talað er við á meðan sím­talið stend­ur yfir.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert