Vísindamenn telja líkur benda til að tengja megi neyslu á verkjalyfjum við aukna hættu á hjartaáföllum. Talið er að neysla lyfsins Íbúprofen geti aukið líkurnar um allt að 24 prósent en neysla Diclofenacs um 55 prósent. Þetta kemur fram í grein í nýjasta tölublaði British Medical Journal.
Rannsókn vísindamannanna náði til lyfseðilsgildra verkjalyfja.
Síðustu viku tilkynntu vísindamenn í Bandaríkjunum að niðurstöður nýrrar skýrslu þeirra bentu til að mögulega væru tengsl á milli neyslu Íbúprofens og brjóstakrabbameins.
Yfir 9000 manns tóku þátt í tilrauninni.
Fréttavefur Sky greindi frá.