Norskur tölvuþrjótur braut varnir nýja myndspilarans frá Google

Merki Google.
Merki Google.

Á mánudag opinberaði Google myndspilara á vefsíðu sinni sem spilar einungis efni sem vistað er á netþjóni fyrirtækisins í Mountain View í Bandaríkjunum. Spilarinn byggir á VLC myndspilarinn og kallast Google Video Player. Fyrirtækið hefur safnað miklu myndefni á netþjón Google og áætluðu forsvarsmenn þess að gera netverjum kleift að nota spilarann til að horfa á efnið gegn gjaldi.

Í gær bjó Norðmaðurinn Jon Lech Johansen hins vegar til lítið forritið sem gerir netverjum kleift að brjóta varnir myndspilarans og nota hann til að skoða myndefni sem er vistað að hvaða netþjónum sem er – jafnvel myndefni sem vistað er á þeirra eigin tölvum. Forritið gerði hann aðgengilegt öllum þeim sem vilja hala því niður á vefsíðu sinni, sem heitir hinu viðeigandi nafni So sue me og gæti útleggst sem Kærið mig bara á íslensku.

Jon Lech Johansen, sem er einungis 21 árs, komst í fréttirnar fyrir 6 árum þegar hann bjó til einfaldan hugbúnað sem braut læsingu á DVD diskum og gerði hverjum sem vildi kleift að afrita þá. Fyrir vikið fékk hann viðurnefnið DVD-Jon. Hann hlaut ákærur vegna málsins en var sýknaður.

Jon er harður talsmaður þess að hugbúnaðarfyrirtæki opni kóða forrita sinna. Síðustu misserin hefur hann búið til fjölda forrita sem brjóta varnir iTunes, tónlistarforritsins frá Apple.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka