Neglurnar segja heilmikið um heilsufarið

Ástand naglanna á fingrunum getur gefið heilmiklar vísbendingar um almennt heilsufar viðkomandi. Á vef sjúkrastofnunarinnar Mayo Clinic í Bandaríkjunum er því lýst hvernig hægt er að lesa í neglurnar.

* Ef neglurnar eru gulgrænar að lit er líklegt að viðkomandi þjáist af einhverjum krankleika í öndunarfærunum, t.d. bronkítis. Þegar neglurnar verða gular verða þær einnig þykkari og hægir á vexti þeirra. Þegar neglurnar eru svona á sig komnar geta þær að lokum losnað frá fingrinum. Litabreytingin verður vegna þess að hægt hefur á vextinum og ekki þarf öndunarerfiðleika til að svo verði.

* Blettóttar neglur eru algengar hjá fólki með psoriasis. Slíkum nöglum hættir til að brotna. Blettóttar neglur hafa einnig verið tengdar við króníska bólgu í höndum.

* Neglur sem bogna mikið fram yfir fingurgóminn orsakast af lágu súrefni í blóðinu og geta verið merki um lungnasjúkdóm .

* Neglur sem sveigjast upp á alla kanta og líkjast eiginlega litlum skálum geta verið merki um blóðleysi af völdum járnskorts.

* Mattar, hvítar neglur með dökkri línu fremst eru kallaðar neglur Terrys. Þetta ástand er stundum tengt við öldrun en getur líka verið merki um alvarlegan sjúkleika eins og krabbamein, hjartasjúkdóma, sykursýki eða lifrarsjúkdóma.

* Skýr dæld eða lína á miðri nöglinni er kölluð lína Beus. Slíkt getur komið í ljós ef vöxtur truflast vegna slyss eða alvarlegs sjúkleika eins og hjartaáfalls. Línurnar geta líka verið merki um vannæringu.

* Þegar nöglin losnar frá fingrinum er það kallað onycholysis. Slíkt getur verið fylgifiskur meiðsla, skjaldkirtilssjúkdóms, sveppasýkingar, lyfjanotkunar eða psoriasis, auk þess sem líkaminn getur myndað viðbrögð af þessu tagi við naglaherði eða akrýlnöglum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert