Lögregla á Norður-Ítalíu hefur fundið líkamsleifar stúlku á 120 metra dýpi í stöðuvatninu Como eftir að ábending barst frá spákonu. Stúlkunnar hafði verið saknað í þrjú ár.
Foreldrar stúlkunnar hafa sjálf staðið fyrir leit að henni eftir að hún hvarf, en án árangurs. Svo sneru þau sér til Mariu Rosu Busi, 55 ára gamallar konur sem kveðst vera skyggn, að því er danska blaðið Jyllandsposten greinir frá.
Busi segir að Chiara Baruffi, stúlkan sem drukknaði, hafi birst sér og greint frá því hvar foreldrarnir ættu að leita. Lítill bátur, útbúinn neðansjávarmyndavél, fann svo lík stúlkunnar á 120 metra dýpi í Como stöðuvatninu, norður af borginni Mílanó.
Lögreglan getur enn ekki sagt til um hvort glæpsamlegt athæfi hafi átt sér stað.