11 ára gamall drengur ók BMW á Englandi: Bannað að aka í heilt ár

Drengurinn, sem er 11 ára, var á BMW.
Drengurinn, sem er 11 ára, var á BMW. mbl.is

11 ára göml­um dreng hef­ur verið bannað að keyra bíl í heilt ár, eft­ir að hafa verið stöðvaður þar sem hann ók BMW bif­reið í bæn­um Ando­ver í Hamps­hire á Englandi í ág­úst. Lög­regla gaf bíl­stjór­an­um merki um að stöðva vegna þess að hann var ljós­laus, en við það fór hann yfir á öf­ug­an veg­ar­helm­ing og var næst­um bú­inn að aka á ljósastaur, að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC.

Þegar lög­reglu­mönn­um hafði tek­ist að stöðva ferð drengs­ins sagðist hann eiga bíl­inn og að hann vissi ekki að hann þyrfti öku­skír­teini til að keyra hann. Hann sagðist hafa skipt á litlu mótór­hjóli og bíln­um við mann sem hann hitti í Winchester.

Dreng­ur­inn viður­kenndi fyr­ir dómi að hafa keyrt án nægi­legr­ar aðgæslu og án þess að hafa öku­skír­teini og trygg­ing­ar. Hann fékk þrjá refsipunkta fyr­ir að keyra án öku­skír­tein­is og sex fyr­ir að vera án trygg­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þér hefur orðið á í messunni og stendur nú uppi með buxurnar á hælunum. Það er fólk nærri þér sem mun mjólka þig eins og það getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þér hefur orðið á í messunni og stendur nú uppi með buxurnar á hælunum. Það er fólk nærri þér sem mun mjólka þig eins og það getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason