Haraldur segir mikinn mun á myndgæðum á tækjum eftir verði.
"Það er mikill munur á ódýrasta og dýrasta tækinu. Margir skoða þunnu tækin því það er hægt að hengja þau upp á vegg og þau taka ekki mikið pláss í stofunni. Fólk er líka að búa sig undir framtíðina, kaupir tæki með miklum myndgæðum og flottu útliti."
Tæknin er dýr, góð tæki í dag sem gefa mjög góða mynd kosta líklega 300-400 þúsund. Það er hægt að fá tæki á 100-150 þúsund krónur en þá er það með lélegri mynd en gömlu tækin. Gömlu sjónvarpstækin gefa nefnilega betri mynd en ódýrari flatskjástækin." Grétar segir að þeir hjá Litsýn ráðleggi sínum viðskiptavinum að bíða og sjá hvað setur. "Þessi dýrustu tæki eru með virkilega góðri mynd en þau eiga eftir að detta niður í verði eftir einhvern tíma."
Við fáum nokkuð af útköllum þar sem fólk biður okkur að ná skýrri mynd á plasmatæki, þá er ekkert annað að en að tækið sjálft er ekki nógu skýrt. Það er ekki nóg að kaupa bara plasmatæki, fólk er ekki að kaupa mikil myndgæði á 100-150 þúsund krónur. Við ráðleggjum viðskiptavinum okkar að bíða með að kaupa sér tæki nema þeir hafi efni á tæki á yfir 300 þúsund krónur."
Grétar segir að það hafi dregist saman að fólk komi með tæki í viðgerð. "Það er þó alltaf eitthvað en það er aðallega eldra fólk, þ.e fjörutíu ára og eldra, sem kemur með tæki.
Við fáum allar tegundir af sjónvarpstækjum í viðgerð en þó aðallega stærri og dýrari gerðirnar, - flatskjáirnir bila líka."