Tunglið hefur ekki sest síðan 14. desember

Tunglið hefur ekki sest síðan 14. desember.
Tunglið hefur ekki sest síðan 14. desember. mbl.is/rax

Marg­ir hafa tekið eft­ir því að tunglið virðist óvenju­stórt og fag­urt und­an­farið. Þor­steinn Sæ­munds­son stjörnu­fræðing­ur sagði í sam­tali við frétta­vef Morg­un­blaðsins að ekki væri um neitt met að ræða en að spor­braut tungls­ins liggi nú langt norðan við miðbaug jarðar og því hef­ur tunglið ekki sest síðan 14. des­em­ber.

Hall­inn á möndli jarðar ger­ir það að verk­um að spor­braut tungls­ins fær­ist til og mun hún mjak­ast suður á bóg­inn 17. des­em­ber og fer þá tunglið að setj­ast á nýj­an leik. Þetta mun end­ur­taka sig síðan aft­ur nú í janú­ar en þess­ar­ar sveiflu gæt­ir á 18,5 ára fresti og gerðist síðast 1986.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert