Tölvunotendur hvattir til að uppfæra vírusvarnir fyrir 3. febrúar

Tölvueigendur eru hvattir til að uppfæra vírusvarnir í tölvum sínum.
Tölvueigendur eru hvattir til að uppfæra vírusvarnir í tölvum sínum. mbl.is/Golli

Tölvueigendur hafa verið hvattir til að uppfæra vírusvarnir sínar og láta hugbúnað leita eftir veirum og öðrum óværum fyrir 3. febrúar næstkomandi til að koma í veg fyrir að verða fórnarlömb vírusar sem nefnist Nyxem-E Windows og eyðir Word-, Powerpoint-, Excel- og Acrobatskrám í sýktum tölvum. Vírusinn verður virkur 3. febrúar næstkomandi.

Talið er að vírusinn hafi komið sér inn í tölvur fólks með sýktum viðhengjum í tölvuskeytum.

Vírusins varð fyrst vart 16. janúar síðastliðinn og hefur valdið nokkrum usla síðan. Vírusinn, sem nefnist Nyxem-E er einnig þekktur sem Blackmal, MyWife, Kama Sutre, Grew og CME-24.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert