Biðraðir við búðarkassa gætu brátt heyrt sögunni til

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ýtir innkaupakerru með RFID-merktum vörum fram …
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ýtir innkaupakerru með RFID-merktum vörum fram hjá sérstökum skanna sem les upplýsingarnar og tekur saman vað kanslarinn keypti í matinn. Myndin var tekin á CeBIT sýningunni þann 9. mars, þegar sýningin var opnuð í Hanover. Reuters

Biðraðir í stórmörkuðum gætu brátt heyrt sögunni til, þar sem s.k. RFID-tækni mun að öllum líkindum leysa strikamerkin góðkunnu af hólmi. Litlum sendi á stærð við hrísgrjón verður komið fyrir á öllum vörum, sem þýðir að hægt verður að keyra innkaupakerruna með hraði fram hjá sérstökum nema eða skanna sem leggur verð þeirra saman í hvelli. Þýski smásölurisinn Metro Group kynnti þessa nýju tækni á nýafstaðinni upplýsinga- og fjarskiptatæknisýningu í Hanover, CeBIT 2006.

Án efa mun fólk taka þessari tækni fegins hendi og ef RFID leysir strikamerkin af hólmi má reikna með því biðraðir við innkaupakassa verði brátt úr sögunni eða a.m.k. afar stuttar. Með sömu tækni verður hægt að koma fyrir slíkum RFID-nemum í ísskápum, sem skrá þá sjálfkrafa hvaða matur er í skápnum og hvað vantar. Ísskápar munu þar af leiðandi geta búið til innkaupalista. Lesa má um þetta og aðrar tækninýjungar í fréttaskýringu um CebBIT 2006 með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Fréttaskýring um CeBIT 2006

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert