Sambúð er fitandi fyrir konur

Kon­um hætt­ir til að fitna og borða óholl­ari mat þegar þær hefja sam­búð með unn­usta, sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar sem gerð var við Newcastle-há­skóla í Bretlandi. Aft­ur á móti fara karl­ar að til­einka sér heilsu­sam­legra líferni þegar þeir hefja sam­búð. Segja vís­inda­menn­irn­ir að þetta stafi lík­lega af því, að fólk fari að aðlaga mat­ar­venj­ur sín­ar nýj­um sam­býl­ingi.

Frá þessu grein­ir frétta­vef­ur breska rík­is­út­varps­ins, BBC, og niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar birt­ast í Complete Nut­riti­on. Þar kem­ur og fram, að þegar kon­ur hefji sam­búð auk­ist hlut­fall fitu og syk­urs í mataræði þeirra. Karl­ar sem hófu sam­búð fóru aft­ur á móti að borða létt­ari og heilsu­sam­legri mat og meira af ávöxt­um og græn­meti.

Í banda­rískri rann­sókna á mataræði karla og kvenna sem hófu sam­búð kom í ljós að karl­arn­ir drógu úr kjöt­neyslu en kon­ur juku hana. Önnur banda­rísk rann­sókn leiddi í ljós að kon­um hætti til að fitna eft­ir að þær gift­ust, en létt­ust þegar þær skildu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert