Kaffisopinn hressir ekki aðeins heldur mun hann vera hollur að auki, ef marka má norska vísindamenn. Samkvæmt danska blaðinu Jyllandsposten hafa næringarfræðingar við Óslóarháskóla birt niðurstöður rannsóknar, sem segir kaffi í hóflegu magni hafa góð áhrif á líkamsstarfsemina, koma í veg fyrir kransæðasjúkdóma, gigt, og ýmsar bólgur.
Vísindamennirnir norsku unnu úr gögnum, sem höfðu fengist úr bandarískri rannsókn, þar sem fylgst var með 27.000 konum um 15 ára skeið. Niðurstöðurnar sýndu, að þær konur, sem drukku 1-3 kaffibolla á dag, voru 20-25% ólíklegri til að fá kransæðasjúkdóma og gigt. Ástæðan er sú að 60% andoxunarefnanna í kaffinu skila sér til neytandans.
Sá galli er þó á, að eigi áhrifin að vera góð mega bollarnir ekki verða fleiri en fimm.