Kaffi hlífir lifrinni við verstu áhrifum áfengis

Kaffi kann að vinna gegn eiturá­hrif­um áfeng­is á lifr­ina og draga úr hætt­unni á skorpu­lif­ur, að því er vís­inda­menn í Kali­forn­íu greina frá. Rúm­lega 125.000 manns tóku þátt í rann­sókn­inni, en einn kaffi­bolli á dag dró úr hætt­unni á skorpu­lif­ur um 20%. Fjór­ir boll­ar minnkuðu hætt­una um 80%. Þess­ara áhrifa gætti hjá bæði kon­um og körl­um af ýms­um kynþátt­um.

Ekki er ljóst hvort það er koff­ínið eða eitt­hvert annað efni í kaff­inu sem veld­ur þess­um áhrif­um, seg­ir einn höf­unda rann­sókn­ar­inn­ar, dr Arth­ur Klat­sky, við Kaiser Per­man­ente-rann­sókn­ar­stofn­un­ina í Oak­land. En hann bend­ir á að til sé betri aðferð til að forðast skorpu­lif­ur en að drekka mikið kaffi, og það sé að draga úr áfeng­is­drykkju.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert