Kaffi hlífir lifrinni við verstu áhrifum áfengis

Kaffi kann að vinna gegn eituráhrifum áfengis á lifrina og draga úr hættunni á skorpulifur, að því er vísindamenn í Kaliforníu greina frá. Rúmlega 125.000 manns tóku þátt í rannsókninni, en einn kaffibolli á dag dró úr hættunni á skorpulifur um 20%. Fjórir bollar minnkuðu hættuna um 80%. Þessara áhrifa gætti hjá bæði konum og körlum af ýmsum kynþáttum.

Ekki er ljóst hvort það er koffínið eða eitthvert annað efni í kaffinu sem veldur þessum áhrifum, segir einn höfunda rannsóknarinnar, dr Arthur Klatsky, við Kaiser Permanente-rannsóknarstofnunina í Oakland. En hann bendir á að til sé betri aðferð til að forðast skorpulifur en að drekka mikið kaffi, og það sé að draga úr áfengisdrykkju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert