Gríðarleg aukning á sölu stafrænna spilastokka í Bandaríkjunum

Stafrænn spilastokkur.
Stafrænn spilastokkur. Reuters

Fimmti hver Bandaríkjamaður yfir 12 ára aldri á nú stafrænan spilastokk, sem hægt er að hlusta á tónlist í og horfa á hreyfimyndir, og hefur eign á slíkum tækjum aldrei verið jafnmikil þar í landi og nú. Einn af hverjum tuttugu þeirra á fleiri en einn spilara. Tvöfalt fleiri eiga nú slíkan spilara en fyrir þremur árum.

Ipsos markaðsrannsóknafyrirtækið gerði könnun á þessu. Það eru þó einkum unglingar sem halda uppi markaði fyrir spilarana og strákar eru ginnkeyptari fyrir þeim en stelpur. BBC greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert