Betra að drekka te en vatn?

Tedrykkja er holl samkvæmt nýrri rannsókn.
Tedrykkja er holl samkvæmt nýrri rannsókn. mbl.is/Kristinn

Þrír tebollar eða meira á dag geta gert fólki jafngott og mikil vatnsdrykkja og gæti jafnvel haft betri áhrif á heilsuna, að því er ný rannsókn bendir til. Þetta kemur fram í næringarfræðiritinu European Journal of Clinical Nutrition. Þar er því haldið fram að te geti unnið gegn hjartakvillum og jafnvel krabbameini.

Sérfræðingarnir sem unnu rannsóknina segjast trúa því að ákveðin efni í tei geti eflt heilsu fólks, andoxunarefni sem finna má í mat og plöntum, þ.á.m. telaufum, sem geta hindrað frumuskemmdir. Te hefur verið talið vökvalosandi en þessi rannsókn bendir til hins gagnstæða.

Rannsóknin var gerð við Kings College í Lundúnum. Önnur jákvæð áhrif af tedrykkju eru talin vernd gegn tannskemmdum og beinstyrking. Dr. Ruxton sem stýrði rannsókninni segir tedrykkju betri en vatnsdrykkju þar sem það bæti upp vökvatap og hafi einnig fyrrgreind áhrif. Það sé koffín í miklu magni sem geti verið vatnslosandi en þó svo mikið sé af því í tei eða kaffi þá valdi það ekki vökvatapi þar sem megn drykkjarins sé vatn.

Ruxton segir ekkert sanna að tedrykkja skaði heilsu fólks nema þá að það geti hamlað upptöku járns úr fæðu. Fréttavefur BBC segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert