WHO mælir með notkun DDT í baráttunni við malaríu

Franskur hermaður eitrar fyrir moskítóflugum í St. Denis á eyjunni …
Franskur hermaður eitrar fyrir moskítóflugum í St. Denis á eyjunni Reunion. AP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur fallið frá þrjátíu ára andstöðu inni við notkun skordýraeitursins DDT og mælir nú með því til að hefta útbreiðslu malaríu. Efnið hefur víða verið bannað vegna skaðlegra umhverfisáhrifa þess og hugsanlegra áhrifa á heilsufar manna. Nú segir stofnunin hins vegar að það ógni ekki heilsu manna og sé nauðsynlegt í baráttunni við útbreiðslu malaríu auk annarra aðgerða. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

"Vísindalegar og atferlalegar rannsóknir styðja greinilega þetta endurmat,” segir Dr Anarfi Asamoa-Baah, sérfræðingur WHO í málefnum alnæmis, berkla og malaríu. “Úðun inni á heimilum er hjálpleg við að draga úr fjölda sýkinga sem rekja má til moskítófluga sem bera malaríu. Það hefur sýnt sig að það er jafn hagkvæmt og aðrar leiðir til að koma í veg fyrir malaríu og DDT er ekki skaðlegt heilsunni sé það notað rétt.”

Mælt er með því að meindýraeiðar úði eitrinu á innveggi húsa einu sinni á ári en um ein milljón manna lætur nú árlega lífið úr malaríu.

Notkun DDT var að mestu hætt eftir útkomu bókarinnar Silent Spring eftir Rachel Carson fyrir rúmum 40 árum en í bókinni eru notkun DDT kennt um umhverfisspjöll í Evrópu og norðanverðri Ameríku. Í kjölfarið var notkun þess bönnuð í mörgum löndum og árið 2004 gekk í gildi alþjóðlegur samningur sem takmarkar notkun þess við sjúkdómavarnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert