Hækkun hitastigs ekki tengt náttúrulegum orsökum

Margir komu sér upp loftkælingu á heimilum sínum beggja vegna …
Margir komu sér upp loftkælingu á heimilum sínum beggja vegna Atlantsála í sumar vena gríðarlega miklla hita. AP

Meðalhitastig á Englandi er nú um einni gráðu hærra en það var á sjötta áratug síðustu aldar og má að mestu rekja hækkunina til gróðurhúsaáhrifa samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem byggir á útreikningum byggðum á hitafarsbreytingum undanfarinna 350 ára. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar, sem framkvæmd var af sérfræðingum bresku veðurstofunnar, er afar ólíklegt að rekja megi hækkandi hitastig á undanförnum fimmtíu árum til náttúrulegra orsaka.

David Karol, sem starfar nú við háskólann í Oklahoma í Bandaríkjunum og Peter Stott, sem starfar hjá Hadley-deild bresku veðurstofunnar, unnu að rannsókninni og segja þeir líkurnar á því að hækkunin eigi sér náttúrulegar orsakir vera innan við 5%.

Hækkun hitastigs á Englandi er meiri en meðalhækkun hitastig í heiminum. Hún er þó minni en hækkun hitastigs í þeim heimshlutum þar sem hitastig hefur hækkað mest. Þá hafa rannsóknir sýnt að það vorar fyrr í Evrópu nú en áður.

Samfelldar skrásettar hitamælingar, með viðurkenndum tækjabúnaði, hafa farið fram á Englandi frá árinu 1659 en samfelld skráning hitamælinga hefur hvergi annars staðar farið fram á svo löngu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert