Leifar af „dóttur Lucy"?

Steingervingafræðingar hafa fundið leifar af barni frummanna sem uppi var fyrir meira en þrem milljónum ára í Awash-dal í Eþíópíu. Er talið að barnið, sennilega stúlka, hafi verið af tegundinni Australopithecus afarensis.

Um er að ræða mjög heillega hauskúpu og tók fimm ár að grafa leifarnar af mikilli varfærni úr jarðveginum þar sem þær fundust árið 2000. Yfirleitt er nú talið að A. afarensis hafi að flestu leyti líkst öpum meira en mönnum og sjaldan gengið á tveim fótum. Elstu frummennirnir urðu sérstök grein, er skildi sig frá öpum, fyrir fimm til sjö milljónum ára en forfeður sjálfs nútímamannsins, homo sapiens, komu fram á sjónarsviðið fyrir um 200.000 árum.

Þekktasta dæmið um A. afarensins er leifar Lucy sem fannst á sömu slóðum í Awash-dal í Eþíópíu fyrir 32 árum. Er þegar farið að nefna stúlkuna "dóttur Lucy", að sögn fréttavefjar BBC.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert