Treystu tækninni fremur en eigin skilningarvitum

Gervihnöttur fyrir GPS-staðsetningarkerfi á sveimi yfir jörðinni.
Gervihnöttur fyrir GPS-staðsetningarkerfi á sveimi yfir jörðinni.

Að minnsta kosti tveir þýsk­ir bíl­stjór­ar hafa lent í vand­ræðum að und­an­förnu þar sem þeir treystu á gps-tæki frem­ur en sín eig­in skiln­ing­ar­vit við akst­ur­inn. Ann­ar mann­anna, sem er 53 ára, beygði út af göt­unni sem hann ók 30 metr­um áður en hann kom að beygj­unni en það varð til þess að hann ók inn á bygg­ing­ar­svæði þar sem hann endaði ferðina inni í kló­sett­skúr.

Hinn maður­inn, sem er átt­ræður, ók beint á skilti, sem á stóð innakst­ur bannaður og endaði síðan ferð sína í sand­bing. Báðir öku­menn­irn­ir fengu sekt­ir fyr­ir gá­leys­is­leg­an akst­ur en sluppu án þess að valda sjálf­um sér og öðrum lík­ams­tjóni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert