Rúmlega 100 manns greindir með berklasmit á undanförnum áratug

Læknir á barnadeild á stóru berklasjúkrahúsi í Moskvu.
Læknir á barnadeild á stóru berklasjúkrahúsi í Moskvu. mbl.is/Þorkell

Á und­an­förn­um ára­tug hafa greinst hér á landi rúm­lega 100 manns með berkla og er rúm­ur helm­ing­ur þeirra með er­lent rík­is­fang (54%). Öll árin voru út­lend­ing­ar stór hluti þeirra sem grein­ast með berkla­smit. Þetta kem­ur fram í far­sóttar­frétt­um land­læknisembætt­is­ins.

Það sem ein­kenn­ir Íslend­inga sem grein­ast með berkla er að þeir eru oft­ast aldraðir, sam­kvæmt far­sóttar­frétt­um. Þeir hafa smit­ast á fyrri hluta síðustu ald­ar og gengið með berkla­bakt­erí­una án þess að veikj­ast fyrr en ónæmis­kerfið veikist sök­um ald­urs eða sjúk­dóma.

Eins hef­ur komið í ljós að ný­bú­um hér á landi, sem eru með berkla­smit við komu til lands­ins, er hætt við að fá berkla inn­an 5 ára.

Rík ástæða til að fylgj­ast með smiti meðal inn­flytj­enda

„Það er rík ástæða til að fylgj­ast með berkla­smiti meðal inn­flytj­enda til Íslands. Al­menna regl­an er að líta til þess hvaðan inn­flytj­end­ur koma og hvort berkl­ar séu land­læg­ir í heima­land­inu.

Ef komið er til lands­ins og sótt um dval­ar­leyfi vegna tíma­bund­ins at­vinnu­leyf­is hef­ur verið lögð áhersla á að taka lungna­mynd til að úti­loka smit­andi berkla. Aðrir dval­ar­leyf­is­um­sækj­end­ur gang­ast und­ir tek­in lungna­mynd og fyr­ir­byggj­andi meðferð gef­in eft­ir sér­stök­um regl­um. Mik­il­vægt er að hafa eft­ir­lit með smituðu fólki.

Ástæða er til að benda á að við inn­göngu Rúm­en­íu og Búlgaríu í Evr­ópu­banda­lagið (EB) mun berkla­til­fell­um fjölga í banda­lag­inu um 50%. Ástæðan er gríðarlega há tíðni berkla­smits í þess­um tveim lönd­um. EB er þarna nokk­ur vandi á hönd­um þar sem ekki er kraf­ist lækn­is­vott­orða vegna fólks­flutn­inga inn­an banda­lags­ins. Í sótt­varna­lög­um eru ákvæði um að ráðherra geti sett reglu­gerð um rann­sókn á fólki sem kem­ur til lands­ins ef sótt­varna­lækn­ir tel­ur hættu á að smit hættu­legs smit­sjúk­dóms geti borist til lands­ins með fólki frá svæðum þar sem hann er út­breidd­ur. Skipt­ir þjóðerni þá ekki máli," sam­kvæmt far­sóttar­frétt­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert