Umskurður karla dregur úr líkum á HIV smiti

Arun, þriggja ára, Gopika, tveggja ára, og Subiksha, 4 mánaða, …
Arun, þriggja ára, Gopika, tveggja ára, og Subiksha, 4 mánaða, sem öll eru HIV smituð á munaðarleysingjaheimili í Madras á Indlandi. AP

Rann­sókn sem fram fór á meðal tveggja ætt­bálka í Afr­íku sýn­ir að allt að helm­ingi minni lík­ur eru á því að gagn­kyn­hneigðir karl­ar sem hafa verið umskorn­ir smit­ist af HIV veirunni en gagn­kyn­hneigðir karl­ar sem ekki hafa verið umskorn­ir. Rann­sókn­inni var hætt fyrr en til stóð þar sem Banda­ríska heil­brigðis­eft­ir­litið sagði áfang­aniður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar það af­ger­andi að ekki væri siðferðis­lega rétt að halda rann­sókn­inni áfram. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­anna sem tóku til 8.000 karla í tveim­ur ætt­bálk­um í Úganda og Kenýa, dró veru­lega úr tíðni HIV smits meðal karla sem höfðu verið umskorn­ir. Nam sam­drátt­ur­inn 53% í Kenýa en 48% í Úganda.

Niður­stöður rann­sókn­anna eru mun meira af­ger­andi en niður­stöður fyrri rann­sókna sem þó benda í sömu átt. Sér­fræðing­ar vara þó við því að ekki megi túlka niður­stöðurn­ar þannig að umsk­urður geti komið í stað annarra varn­araðgerða eins og notk­un smokka við sam­far­ir.

Til stóð að rann­sókn­irn­ar stæðu fram á næsta ár og að niður­stöður þeirra yrðu kynnt­ar í júní og sept­em­ber á næsta ári. Er áfang­aniður­stöður lágu fyr­ir var hins veg­ar ákveðið að hætta rann­sókn­inni og bjóða körl­un­um í sam­an­b­urðat­hóp­un­um að láta umskera sig.

Sam­bæri­legri rann­sókn sem fram­kvæmd var í Suður-Afr­íku á síðasta ári var einnig hætt fyrr en til stóð af sömu ástæðu.

Talið er að rekja megi tengsl umsk­urðar og hættu á HIV smiti til þess að frum­ur í for­húð karla séu viðkvæm­ari fyr­ir smiti en aðrir hlut­ar kyn­færa þeirra. Þá dreg­ur umsk­urður úr viðkvæmni húðar­inn­ar und­ir for­húðinni sem dreg­ur út lík­um á blæðing­um við sam­far­ir.

Þegar HIV veirunn­ar varð fyrst vart í Afr­íku vakti það strax at­hygli vís­inda­manna að umskorn­ir karl­ar virt­ust síður eiga á hættu að smit­ast en karl­ar sem ekki voru umskorn­ir. Á þeim tíma var hins veg­ar ekki ljóst hvort aðrir þætt­ir spiluðu þar inn, svo sem mun­ur á kyn­lífs­hegðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert