Fólk sem spilar kappakstursleiki á tölvum þykir líklegra til að aka kæruleysislega í raunveruleikanum og lenda í slysum samkvæmt könnun sem þýskir vísindamenn birtu í dag. Þá virðist ver bein fylgni milli þess hve oft fólk spilar slíka leiki og hve líklegt það er til að lenda í óhöppum og stunda glæfraakstur.
Í rannsókninni var kannað hvernig leikir, þar sem ekið er við aðstæður líkar raunveruleikanum, um stræti borga og úthverfa. 198 karlar og konur voru spurð um akstursvenjur sínar. Þeir sem oftast sögðust spila akstursleiki voru lang-líklegastir til að taka áhættur í umferðinni og til að hafa lent í óhöppum.
Takmörkuð notkun akstursleikja virðist einnig hafa áhrif á aksturshæfni, en þeir sem léku aðeins einu sinni sögðust hugsa öðruvísi um akstur en áður en þeir léku leikinn og sögðust reiðubúnari til að taka áhættur.