Bandaríkjamenn fitna enn

Offita hrjáir Bandaríkjamenn sem aldrei fyrr.
Offita hrjáir Bandaríkjamenn sem aldrei fyrr. Reuters

Bandaríkjamenn eru að meðaltali orðnir feitari en nokkru sinni fyrr. Offitutilvikum hefur fjölgað í flestum ríkjum Bandaríkjanna, og sífellt færri stunda líkamsrækt, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í gær. Þörf er á samstilltu átaki yfirvalda, skóla og einstaklinga til að stemma stigu við þróuninni.

Rannsóknin var gerð á vegum Trust for Americas Health. Yfir 60% fullorðinna Bandaríkjamanna teljast annað hvort of þungir eða þjást af sjúklegri offitu. Slæmar neysluvenjur og hreyfingarleysi eru helstu ástæðurnar.

Tíðni offitu meðal bandarískra barna rúmlega þrefaldaðist á árabilinu 1980 til 2004.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert