Óhollt fyrir hjartað að fara snemma á fætur

Það eru göm­ul vís­dómsorð að morg­un­stund gefi gull í mund, en ný japönsk rann­sókn bend­ir til að þeim sem fara snemma á fæt­ur sé hætt­ara við hjar­ta­kvill­um. Leiddi rann­sókn­in í ljós tengsl á milli fóta­ferðatíma og hjarta- og æðasjúk­dóma.

Rúm­lega þrjú þúsund hraust­ir ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 23-90 ára tóku þátt í rann­sókn­inni. Þeim sem fóru snemma á fæt­ur var hætt­ara við háþrýst­ingi og heila­blóðfalli.

Í niður­stöðunum er aft­ur á móti tekið fram, að flest­ir þeirra sem fóru snemma á fæt­ur hafi verið eldra fólk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert