Ræður fólki frá að kaupa af Kára

Íslensk erfðagreining
Íslensk erfðagreining Sverrir Vilhelmsson
Eftir Hlyn Orra Stefánsson – hlynur@bladid.net

„Ég myndi aldrei kaupa mér greiningu á erfðamengi mínu og ráðlegg engum að gera það," segir Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirliti ríkisins, um hugmynd Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að selja einstaklingum greiningu á eigin erfðamengi til að þeir geti reiknað út hvaða sjúkdóma þeir séu líklegir til að fá.

Kristinn segir að þrátt fyrir slíka útreikninga sé einstaklingur nánast engu nær um hvort hann muni verða veikur eða ekki.

„Forspárgildi greiningar sem þessarar er afskaplega lítið, enda er svo mikið af utanaðkomandi áhrifum sem ráða því hvernig arfgengur sjúkdómur þróast. Auk þess er einungis hægt að sjá fyrir brot af öllum sjúkdómum með erfðagreiningu," segir Kristinn.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að gagnrýni Kristins sé rödd úr fortíðinni. „Þetta er hluti af þeim hugsunarhætti að heilsa fólks eigi einungis að vera í höndunum á svo kölluðum sérfræðingum. Í dag gerir hins vegar fólk kröfur um að geta nálgast heilsufarsupplýsingar um sjálft sig."

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert