Hugbúnaðaruppfærsla frá Apple gerir aflæsta iPhone síma óvirka

iPhone
iPhone AP

Apple hef­ur sent frá sér hug­búnaðar­upp­færslu fyr­ir iP­ho­ne sím­tæk­in sem ger­ir það að verk­um að þeir sím­ar sem hafa verið aflæst­ir, þannig að not­end­ur geti valið sér hvaða farsímaþjón­ustu þeir vilji nota, verði óvirk­ir.

Fyrr í þess­ari viku sagði fyr­ir­tækið að fyr­ir­huguð hug­búnaðar­upp­færsla myndi gera það að verk­um að tæk­in yrðu „var­an­lega óvirk“.

Þúsund­ir iP­ho­ne eig­enda hafa brotið sér leið inn í tækið í því skyni að aflæsa því þannig að þeir geti notað sím­ann hjá öðrum fyr­ir­tækj­um sem selji farsímaþjón­ustu. Auk þess hafa þeir getað látið sím­ann keyra önn­ur for­rit sem fylgja ekki sím­an­um.

Þá hafa frétt­ir jafn­framt borist af því að hug­búnaðarfærsl­an hafi valdið vand­ræðum hjá þeim sím­not­end­um sem eiga síma sem ekk­ert hef­ur verið átt við.

Á mánu­dag­inn sendi Apple frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem sagði m.a. að óleyfi­leg aflæs­ing­ar­for­rit fyr­ir iP­ho­ne síma hafi valdið „óbæt­an­leg­um skaða“ á hug­búnaði tæk­is­ins.

Apple sagði að þetta muni lík­lega leiða til þess að breytt­ir iP­ho­ne sím­ar verði var­an­lega óvirk­ir þegar næsta hug­búnaðar­upp­færsla frá fyr­ir­tæk­inu verði sett upp.

Nú hef­ur komið í ljós að þessi viðvör­un á við rök að styðjast því marg­ir iP­ho­ne eig­end­ur hafa greint frá því að sím­arn­ir þeirra séu nú orðnir óvirk­ir í kjöl­far hug­búnaðar­upp­færsl­unn­ar.

Apple ger­ir þær kröf­ur til þeirra sem vilja eign­ast iP­ho­ne að þeir geri lang­tíma­samn­ing við AT&T sím­fyr­ir­tækið í Banda­ríkj­un­um. Það er hins­veg­ar hægt að finna fjöl­mörg for­rit á net­inu sem geta aflæst iP­ho­ne þannig að hægt sé að nota sím­tæk­in hjá öðrum farsímaþjón­ust­um.

Frétta­vef­ur BBC greindi frá þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert