Botnlanginn hefur hlutverk

Í marg­ar kyn­slóðir hafa lækn­ar fjar­lægt botn­langa án þess að nokkuð hafi verið vitað um það hver til­gang­ur líf­fær­is­ins sé og hann jafn­an tal­inn gagns­laus. Hóp­ur banda­rískra vís­inda­manna við há­skól­ann í Michigan hef­ur hins veg­ar kom­ist að því að botn­lang­inn ger­ir gagn eft­ir allt sam­an og mun til­gang­ur hans vera að fram­leiða og geyma bakt­erí­ur sem hafa hlut­verki að gegna í melt­ing­ar­veg­in­um. Norski frétta­vef­ur­inn Af­ten­posten seg­ir frá þessu.

Þótt manns­lík­am­inn kom­ist ágæt­lega af án botn­lang­ans þá segja vís­inda­menn­irn­ir að hann hafi lyk­il­hlut­verki að gegna ef ein­hverj­ar þeirra ótelj­andi bakt­ería sem vinna í melt­ing­ar­veg­in­um og maga hverfi eða skaðist af ein­hverj­um ástæðum. Þegar sjúk­dóm­ar á borð við kóleru komi upp þá verki botn­lang­inn sem eins kon­ar felu­staður fyr­ir nauðsyn­leg­ar bakt­erí­ur sem fækk­ar hættu­lega mikið við sjúk­dóm­inn.

Hins veg­ar segja vís­inda­menn­irn­ir að minni þörf sé fyr­ir botn­lang­ann en áður og því er ekki að undra að menn hafi um ára­bil velt fyr­ir sér til­gang­in­um með þessu líf­færi, sem fæst­ir vita af fyrr en það bil­ar. Í nú­tíma-þjóðfé­lagi búa menn­irn­ir nefni­lega mun þétt­ar en áður, og „smita" því hverj­ir aðra af nauðsyn­leg­um bakt­erí­um. Þannig geta þær fjölgað sér aft­ur í þörm­um vand­ræðalaust, þótt botn­lang­inn hafi verið fjar­lægður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert