Orkuútrásin er áróður

mbl.is/Guðmundur Rúnar

„Það er ekk­ert sér­ís­lenskt við jarðhita­leit og jarðbor­an­ir," seg­ir Stefán Arn­órs­son, doktor í jarðefna­fræði og pró­fess­or við jarðvís­inda­skor Há­skóla Íslands. Íslenska orku­út­rás­in og þau gíf­ur­legu verðmæti sem eiga að fel­ast í út­rás­ar­fyr­ir­tækj­un­um hafa verið mikið til umræðu að und­an­förnu.

Stefán seg­ir þessa umræðu byggj­ast á áróðri. „Það er ekki mjög flókið ferli að vinna jarðhita og mörg lönd eru búin að þróa þessa tækni hjá sér. Í meg­in­at­riðum er þetta sama vinnu­lag og við at­hug­an­ir á öll­um auðlind­um í jörðu. Nán­ast all­ar fram­far­ir í bor­tækni koma til dæm­is frá ol­íuiðnaðinum, ekki frá jarðhit­an­um. Það er því ekki um neina út­rás að ræða hér­lend­is, að minnsta kosti ekki fyr­ir jarðvís­inda­menn."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert