Rannsókn: Orkudrykkir hækka blóðþrýstinginn

Svo­kallaðir orku­drykk­ir, sem inni­halda tölu­vert magn af koff­íni, kunna að valda hækkuðum blóðþrýst­ingi og hraðari hjart­slætti, sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar. Vís­inda­menn­irn­ir sem hana gerðu ráða fólki sem hef­ur of háan blóðþrýst­ing eða hjarta­sjúk­dóm frá því að neyta orku­drykkja því að þeir geti haft áhrif á blóðþrýst­ing þess og breytt virkni lyfja.

Í orku­drykkj­um er yf­ir­leitt mikið magn koff­íns og táríns, amínó­sýru sem er að finna í pró­tín­rík­um mat á borð við kjöt og fisk og get­ur haft áhrif á starf­semi hjart­ans og blóðþrýst­ing­inn.

Þátt­tak­end­ur í rann­sókn­inni voru hraust­ir og meðal­ald­ur­inn 26 ár. Þeir sátu og horfðu á kvik­mynd­ir á meðan þeir neyttu drykkj­anna. Bæði hjart­slátt­ur og blóðþrýst­ing­ur jókst, sagði stjórn­andi rann­sókn­ar­inn­ar, James Kalus, við Henry Ford-sjúkra­húsið í Detroit.

Aukn­ing­in var þó ekki svo mik­il að hún næði hættu­mörk­um, en hún gæti skipt máli ef í hlut ætti fólk með hjarta­sjúk­dóm eða fólk sem tek­ur lyf við háþrýst­ingi, sögðu höf­und­ar rann­sókn­ar­inn­ar er þeir kynntu niður­stöður sín­ar á fundi Banda­rísku hjarta­sam­tak­anna í Or­lando á Flórída.

Kalus vildi ekki segja frá því hvaða teg­und orku­drykkj­ar hafi verið notuð í rann­sókn­inni, en hann sagði að inni­hald flestra orku­drykkja væri svipað.

Sam­tök drykkja­fram­leiðenda í Banda­ríkj­un­um brugðust við niður­stöðunum og sögðu, að koff­ín­magnið í orku­drykkj­um og kaffi geti valdið tíma­bund­inni hækk­un blóðþrýst­ings, en áhrif­in séu svipuð og af því að ganga eina hæð upp tröpp­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert