Með því að smella á viðeigandi hnapp á síðunni er hægt að senda aðsent efni til birtingar í Morgunblaðinu.
Mikilvægt er að smellt sé á réttan hnapp þegar efni er sent til blaðsins.
Ákveðnar skorður eru settar því hve langur texti sá sem sendur er til blaðsins má vera. Lengdarmörk eru eftirfarandi:
Nauðsynlegt er að glöggar persónuupplýsingar fylgi öllu aðsendu efni, svo sem fullt nafn, kennitala, heimilisfang og sími. Morgunblaðið birtir aldrei efni sem sent er blaðinu án þess að þær upplýsingar fylgi. Ákvörðun um birtingu og endanlega staðsetningu efnis er að öllu leyti blaðsins.
Aðsendar greinar eru þær greinar sem fjalla um málefni líðandi stundar og birtast þær í blaðinu ásamt mynd af höfundi og kynningu á honum. Til þess að greinar fáist birtar þarf að fylgja litmynd af höfundi. Athygli er vakin á því að oftast er fljótlegra að fá birtar aðsendar greinar sem ekki eru í hámarkslengd, t.d. á bilinu 2.000-3.000 slög með orðabilum.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudaga. Skilafrestur minningargreina til birtingar í blaðinu er til hádegis tveimur virkum dögum fyrir áætlaðan útfarardag. Skilafrestur greina til birtingar á mánudögum og þriðjudögum til hádegis á föstudegi. Sé ekki svigrúm til að birta á útfarardegi allar greinar sem bárust innan skilafrests verða þær birtar við fyrsta tækifæri.
Minningargreinar vegna útfarar í kyrrþey eru birtar við fyrsta mögulega tækifæri eftir útför.
Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Greinar sem eru lengri en 3000 tölvuslög með orðabilum eru eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Vísað verður í að fleiri greinar á netinu séu neðst í þeim minningargreinum sem birtast í blaðinu. Netgreinarnar eru öllum opnar.
Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Til að minningargreinar geti birst þarf að senda inn æviágrip einstaklingsins. Í æviágrip skal eingöngu setja upplýsingar um hvar og hvenær hinn látni fæddist og lést, upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, menntun og störf og að lokum og hvaðan og hvenær útförin fer fram. Ekki er gert ráð fyrir að persónulýsingar séu í æviágripi, heldur skal rita slíkt í minningargreinar ef við á.
Hafi mynd birst í dánar- eða útfarartilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er best að láta hana fylgja æviágripi sem sent er á vefnum, en einnig má senda hana á minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita.