Hugrún Stefánsdóttir fæddist á Akureyri 10. júní 1917. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 7. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Jónasson, f. 13. september 1881, d. 22. janúar 1982, og Guðrún Gíslína Friðriksdóttir, f. 29. júlí 1881, d. 8. janúar 1980. Systkini Hugrúnar eru Jónas, f. 3. janúar 1919, d. 8. apríl 1937, Kristján, f. 2. ágúst 1920, og Hanna, f. 2. ágúst 1920. Eiginmaður Hugrúnar var Benedikt Aðalsteinn Benediktsson, f. 10. október 1910, d. 9. október 1993. Þau gengu í hjónaband 28. september 1935. Börn Hugrúnar og Benedikts eru a) Erla, f. 12. des. 1938, maki Hálfdan Helgason, börn þeirra eru Helgi, Benedikt og Lára. b) Margrét Birna, f. 5. júlí 1944, maki Olgeir Friðbjörnsson, börn þeirra eru Ólöf María og Jónas Friðbjörn. Fyrir átti Margét dótturina Hugrúnu. c) Helga Björk, f. 5. júlí 1944, sambýlismaður Rolf Madsen, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Gunnar Rolf, Laila Erika, Kristján Fritjof og Fríða Finnbjörk. d) Gíslína Þorbjörg, f. 18. ágúst 1951, maki Halldór Heiðberg Sigursteinsson, börn þeirra eru Hugrún Ásta, Stefán Heiðberg og Gréta Björk. Barnabarnabörn Hugrúnar eru nítján talsins.
Útför Hugrúnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.