6. febrúar, 2006
KRISTJÁN STEFÁNSSON

KRISTJÁN STEFÁNSSON

Kristján Stefánsson húsgagnasmíđameistari fćddist á Akureyri 2. ágúst 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 28. janúar síđastliđinn. Foreldrar hans voru Stefán Jónasson, skipstjóri og útgerđarmađur, f. 13. sept. 1881, d. 22. jan. 1982, og Guđrún Gíslína Friđriksdóttir, f. 29. júlí 1881, d. 8. janúar 1980.

Systkini Kristjáns eru Jónas, f. 3. jan. 1919, d. 8. apríl 1937, Hugrún, f. 10. júní 1917, d. 7. apríl 2005, og Hanna, f. 2. ágúst 1920.

Eiginkona Kristjáns var Kristín Jensdóttir, f. 29. júní 1921, d. 4. apríl 2004. Ţau gengu í hjónaband 8. nóv. 1941.

Börn Kristjáns og Kristínar eru a) Guđrún Gíslína, f. 10. maí 1944, maki Antonio Orpinell iđnađarverkfrćđingur. Ţau búa á Spáni, börn ţeirra eru Christina, Antonio David og Alexander. b) Kristján, f. 11. júlí 1963, maki Sigrún Guđmundsdóttir. Ţau búa í Frakklandi, börn ţeirra eru Ágústa og Tómas. Fyrir átti Kristján soninn Kristján Jens. Barnabarnabörn Kristjáns eru sex talsins.

Kristján ólst upp í foreldrahúsum í Strandgötu 43 á Akureyri. Stundađi nám í Barnaskóla Akureyrar og Iđnskólanum á Akureyri. Á unglingsárum stundađi Kristján sjómennsku hjá föđur sínum. Hugur hans stóđ ţó til annarra starfa, hann gerđi húsgagnasmíđ ađ sínu ćvistarfi og nam iđn sína hjá Ólafi Ágústssyni húsgagnasmíđameistara og lauk sveinsprófi áriđ 1940. Kristján og Kristín byggđu sér heimili viđ Hríseyjargötu 10 ţar sem ţau bjuggu til ársins 2003 er ţau fluttust í Víđilund 24. Kristján var vandvirkur og hafđi nćmt auga fyrir öllu sem var fallegt og vel gert. Skaplyndi Kristjáns var rómađ og hann hafđi unun af ţví ađ gera öđrum greiđa.

Útför Kristjáns fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.