Þjóðmálin
27. mars 2025
Landsgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur lagt fram tillögur um fullveldisrétt Íslands yfir landgrunninu á Reykjaneshrygg. Íslenska ríkið þarf að innleyða þessar tillögur í löggjöf landsins og þar með eru gríðarmiklir hagsmunir tryggðir um aldur ævi. Þar með verða ytri mörk landgrunnsins endanleg og bindandi. Rétt er að, ítreka að þetta snýr einvörðungu að sjávarbotninum fyrir utan efnahagslögsöguna.
Doktor Bjarni Már Magnússon ræðir þetta mikla hagsmunamál í þætti dagsins. Hann segir að algengast sé að þegar horft er til landgrunns eða sjávarbotns að verðmæti á borð við olíu eða gas séu drifkrafturinn. Ekki er vitað til þess að slík verðmæti sé að finna á Reykjaneshrygg en þekkt er að þar er jarðhiti. "Þetta er stórmerkilegt mál," segir Bjarni og bendir á að ómöulegt sé að segja hvað framtíðin beri í skauti sér. "Við vitum ekki hvaða tækni verður boði eftir 200 ár og þá geta forsendur verið mjög breyttar varðandi vinnslu auðlinda á hafsbotni."
Bjarni er einn okkar fremsti lögfræðingur þegar kemur að haffræði. Erlendar ríkisstjórnir hafa nýtt sér starfskrafta hans þegar kemur að samningum og röksemdafærslu um tilkall til hafsvæða eða landgrunns.
Bjarni Már er deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Ísland hefur gert tilkall til þriggja svæða þegar kemur að landgrunni. Ber þar fyrst að nefna landgrunn í hinni svokölluðu Síldarsmugu, en það mál hefur verið afgreitt og nú er komin niðurstaða í Reykjaneshrygg þar sem fullveldisréttur Íslands nær nú allt að 570 mílur. Þriðja svæðið er Hatton Rockall þar sem Ísland, Danmörk fyrir hönd Færeyja, Írland og England hafa öll sett fram tilkall í svæðið. Lítið hefur gerst í því máli um langa hríð og virðist málið í frosti.