Norris mesta ógnin við Verstappen

Breski ökuþórinn Lando Norris.
Breski ökuþórinn Lando Norris. AFP

Lando Norris og Max Verstappen hafa einokað tvö efstu sætin á verðlaunapöllunum í undanförnum sex keppnum. Þrátt fyrir að heimsmeistarinn Verstappen hafi unnið fimm af þessum sex hefur Red Bull liðið áhyggjur af því að Norris sé að sækja í sig veðrið þegar fjórtán keppnum er ólokið.

69 stig skilja kappana að í heimsmeistarakeppni ökuþóra en McLaren liðið hefur náð góðum árangri í þróun bíls Norris og nú virðist McLaren vera skrefi á undan Ferrari og Mercedes bílunum.

Næsti kappakstur fer fram um helgina í Austurríki en það er heimaland Red Bull liðsins. Verstappen hefur sigrað fjórum sinnum í Austurríki, þar á meðal á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert