Enginn óskadráttur en fínn samt

Prince Rajcomar og Árni Kristinn Gunnarsson skoruðu báðir fyrir Blika …
Prince Rajcomar og Árni Kristinn Gunnarsson skoruðu báðir fyrir Blika gegn Keflavík í 8-liða úrslitunum. Ómar Óskarsson

„Þetta er fínt, en ég væri að ljúga ef ég segði að þetta væri óskadráttur,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir að ljóst var að hann og leikmenn hans mæta Íslandsmeisturum FH í undanúrslitum bikarkeppninnar.

„Óskadráttur fyrir okkur miðað við röðun liða er þannig að heppilegast hefði verið að fá Fjölni og þar á eftir Fylki. Á móti kemur að menn gætu lent í einhverju vanmati við að dragast á móti Fjölni sem er í næstu deild fyrir neðan.

Við drógumst á móti Keflavík í 8-liða úrslitum og þeir voru bikarmeistarar, og núna fáum við Íslandsmeistarana þannig að ef við klárum þetta, eins og stefnt er að, þá verður ekki hægt að væna okkur um að hafa farið auðveldu leiðina.

Ég held að kannski sé pressan á okkur minni en á FH. Þeir hafa ekki unnið bikarinn og Breiðablik reyndar ekki heldur, en FH er búið að vera með yfirburðalið hér á landi síðustu árin og komust síðast í úrslit 2003 held ég,“ sagði Ólafur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert