Íþróttafréttamaður baðst afsökunar á hlutdrægninni

Ástralinn Mark Viduka og Ítalinn Marco Materazzi í leik liðanna …
Ástralinn Mark Viduka og Ítalinn Marco Materazzi í leik liðanna á HM. Reuters

Kínverskur íþróttafréttamaður sem missti stjórn á sér í lýsingu á leik Ítalíu og Ástralíu á HM hefur beðist afsökunar á orðum sem hann lét falla í lýsingunni. Í hita leiksins gat hann ekki haft hemil á andúð sinni á ástralska liðinu, og hrópaði meðal annars: „Ég hata Ástralíu!“

Leiknum lauk með sigri Ítala, sem skoruðu sigurmarkið eftir að venjulegum leiktíma var lokið. Kínverski íþróttafréttamaðurinn, Huang Jianxiang, var að lýsa leiknum í sjónvarpi, en eftir að ástralskir áhorfendur kvörtuðu baðst hann innilega afsökunar og sagðist hafa misst stjórn á tilfinningum sínum.

Þegar leið á lýsinguna fór Huang að eiga erfitt með að hafa hemil á sér, og missti út úr sér: „Lengi lifi Ítalía!“ Síðan opnuðust flóðgáttirnar og í nokkrar mínútur jós hann Ítalíu lofi og Ástralíu fúkyrðum. Eftir að hafa að leik loknum hlustað á lýsingu sína viðurkenndi Huang að eigin tilfinningar hefðu litað hana einum of mikið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir