Einar Örn valinn í landsliðið í stað Einars Hólmgeirssonar

Einar Örn Jónsson var í dag kallaður inn í íslenska …
Einar Örn Jónsson var í dag kallaður inn í íslenska landsliðið í handknattleik í stað Einars Hólmgeirssonar sem er meiddur. Golli Kjartan Þorbjörnsson

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, kallaði í dag Einar Örn Jónsson inn í íslenska landsliðið í handknattleik í stað Einars Hólmgeirssonar sem getur ekki leikið handknattleik næstu vikurnar eftir að hann sleit liðbönd í þumalfingri vinstri handar í kappleik í Þýskalandi á laugardag.

Einar Örn er þegar kominn til landsins og tekur þátt í fyrstu æfingu landsliðsins á þessu ári sem fram fer í Laugardalshöll í fyrramálið. Íslenska landsliðið heldur síðan í keppnisferð til Danmerkur á fimmtudag hvar það leikur við Dani, Norðmenn og Pólverja á föstudag, laugardag og sunnudag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert