Mikill hugur mun vera í áhugamönnum um handknattleik í Englandi um þessar mundir þótt ekki hafi landslið þeirra í íþróttinni af miklum afrekum að státa. Nú hefur enska landsliðið í handknattleik karla boðað komu sína í æfingabúðir til Danmerkur hvar það hyggst vera við æfingar í íþróttamiðstöðinni í Skærbæk, eftir því sem JydskeVestkysten greinir frá.