Þróttur spyrnti sér af botninum

Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði sigurmark Þróttar og á hér í …
Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði sigurmark Þróttar og á hér í höggi við Caitlin Cosme. mbl.is/Eyþór Árnason

Þróttarakonur lögðu á sig til að skjóta sér af botni Bestu deildar kvenna í fótbolta með 1:0 sigri á Stjörnunni þegar liðin mættust í Laugardalnum í kvöld. 

Það var oft gaman að sjá Þrótt spila og ekki hægt að merkja að hér væri botnlið á ferðinni sem með sigrinum kom sér upp í áttunda sæti deildarinnar en Stjarnan datt niður í sjöunda sætið.

Garðbæingar byrjuðu á öflugri sókn en Þróttur náði vopnum sínum, sótti meira og á 6. mínútu átti Leah Maryann Pais gott skot frá vinstra vítateigshorni en boltinn fór rétt yfir slánna út við hægra samskeytin. 

Eftir það var ekki mikið færi, Stjörnukonum komust lítt áleiðis en Þróttur var mun nær að skapa sér færi – vantaði samt síðustu sendingu í gegn enda las vörn Garðbæinga leikinn.

Á 40. mínútu fór eitthvað að gerast þegar Freyja Karín Þorvarðardóttir fékk boltann út í teig eftir horn frá vinstri og hún skaut laust yfir fjöldann í teignum út við vinstri stöngina.  Staðan 1:0 fyrir Þrótt.

Þremur mínútum síðar átti Caroline Murrey hörkuskot af löngu færi á mark Garðbæinga en Erin Mcleod skutlaði sér og varði vel.

Fyrsta skot sem náði að marki kom á 50. mínútu þegar Lea Maryann skaut laust framhjá stönginni en eins og svo oft í leiknum, var Þróttur að vesenast með boltann án þess að reyna skjóta á markið. Skotfælni.

Næst vert að gera kom á 62. mínútu þegar Lea Björt Kristjánsdóttir reyndi þrumuskot utan teigs og Erin í marki Garðbæinga þurfti að hafa fyrir að kasta sér fyrir boltann.  Gott skot.

Loks átti Stjarnan skot að marki Þróttar þegar Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skaut á 74. mínútu rétt utan teigs en Mollee í marki Þrótt greip boltann rétt við slánna.  Garðbæingar voru þá búnir að reyna finna skotfæri rétt utan teigs Þróttar þar til Úlfa Dís lét vaða.

Síðast færi dagsins kom á 89. mínútu þegar Þróttarinn Þórdís Nanna Ágústsdóttir, 14 ára að spila sinn fyrsta leik fyrir í efstu deild, komst ein upp með Leah við hlið sér en varnarmaður Stjörnunnar elta hana upp og komst fyrir boltann.

Í næstu umferð fær Þróttur Fylkiskonur í heimsókn en Stjarna fer í Víkina gegn Víkingum.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Þróttur R. 1:0 Stjarnan opna loka
90. mín. 5 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert