9. umferð: Katrín í fámennan hóp - Anita önnur

Katrín Ásbjörnsdóttir er komin með 200 leiki í efstu deild.
Katrín Ásbjörnsdóttir er komin með 200 leiki í efstu deild. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Ásbjörnsdóttir komst í fámennan hóp íslenskra knattspyrnukvenna á fimmtudagskvöldið þegar hún lék með Breiðabliki gegn Víkingi í níundu umferð Bestu deildar kvenna.

Katrín lék þar sinn 200. leik í efstu deild hér á landi og hún er aðeins 21. konan frá upphafi Íslandsmótsins sem nær þeim leikjafjölda.

Hún varð önnur á þessu tímabili til að ná 200. leiknum en Anna María Baldursdóttir fyrirliði Stjörnunnar náði honum í 7. umferðinni. Af hinum 19 sem hafa afrekað þetta spila bara tvær í deildinni í ár, Málfríður Erna Sigurðardóttir úr Val sem er næstleikjahæst með 304 leiki og Fanndís Friðriksdóttir úr Val sem er í áttunda sæti með 241 leik.

Katrín skoraði sitt 86. mark í deildinni í leiknum við Víking. Þar með jafnaði hún við Björk Gunnarsdóttur, fyrrverandi leikmann Stjörnunnar, í 21. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar frá upphafi. Katrín er sem sagt númer 21 í bæði leikjum og mörkum í sögu deildarinnar í dag.

Af leikjunum 200 hefur Katrín spilað 62 fyrir KR, 42 fyrir Þór/KA, 68 fyrir Stjörnuna og 28 fyrir Breiðablik. 

Anita Lind Daníelsdóttir er næstleikjahæst í Keflavík.
Anita Lind Daníelsdóttir er næstleikjahæst í Keflavík. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Anita Lind Daníelsdóttir er orðin næstleikjahæst í sögunni hjá Keflavík í efstu deild. Hún lék sinn 76. leik gegn Tindastóli og fór upp fyrir Dröfn Einarsdóttur sem átti leikjametið í upphafi tímabils, 75 leiki. Kristrún Ýr Holm er núna methafinn með 80 leiki.

Úrslit­in í 9. um­ferð:
Vík­ing­ur R. - Breiðablik 2:1
Kefla­vík - Tinda­stóll 0:2
Þór/​KA - Fylk­ir 3:1
Þrótt­ur R. - Stjarn­an 1:0
Val­ur - FH 3:1

Marka­hæst­ar:
12 Sandra María Jessen, Þór/​​​​​​​KA
7 Agla María Al­berts­dótt­ir, Breiðabliki
7 Vig­dís Lilja Kristjáns­dótt­ir, Breiðabliki
7 Am­anda Andra­dótt­ir, Val
5 Andrea Rut Bjarna­dótt­ir, Breiðabliki
5 Ísa­bella Sara Tryggva­dótt­ir, Val
5 Jasmín Erla Inga­dótt­ir, Val
5 Jor­dyn Rhodes, Tinda­stóli
4 Eva Rut Ásþórs­dótt­ir, Fylki
4 Haf­dís Bára Hösk­ulds­dótt­ir, Vík­ingi
4 Kristrún Rut Ant­ons­dótt­ir, Þrótti
4 Snæ­dís María Jör­unds­dótt­ir, FH
3 Birta Georgs­dótt­ir, Breiðabliki
3 Br­eu­kelen Wood­ard, FH
3 Fann­dís Friðriks­dótt­ir, Val
3 Guðrún Elísa­bet Björg­vins­dótt­ir, Val
3 Hannah Sharts, Stjörn­unni
3 Sig­dís Eva Bárðardótt­ir, Vík­ingi

Næstu leik­ir:
25.6. Þór/KA - Valur
25.6. Þróttur R. - Fylkir
25.6. Keflavík - Breiðablik
26.6. FH - Tindastóll
26.6. Víkingur R. - Stjarnan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert